Þrír létust í flugslysi í Finnlandi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. AFP

Að minnsta kosti þrír létu lífið þegar lítil flugvél hrapaði til jarðar í nágrenni við Jämijärv-flugvöllinn í Finnlandi rétt fyrir klukkan þrjú að staðartíma í dag.

Átta manns voru um borð í vélinni en þeir voru á leið í fallhlífastökk. Fimm manns er enn saknað, að því er segir í frétt á finnska fréttavefnum Yle.

Skipulögð leit er nú hafin á svæðinu og mun lögreglan halda blaðamannafund síðar í kvöld. Tildrög slyssins eru enn óljós.

Björgunarsveitarmenn komust fljótlega að braki vélarinnar og tókst þeim að slökkva eldinn í vélinni sem blossaði upp, eftir því sem fram kemur í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert