Íbúar langþreyttir á skemmdarvörgum

Aðeins um fimmtíu dagar eru þangað til blásið verður til leiks á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu að þessu sinni. Tíð mótmæli og óeirðir hafa sett mark sitt á undirbúning mótsins og eru íbúar í Rio de Janero margir hverjir orðnir langþreyttir á skemmdarvergum sem fylgja.

Á dögunum náðu átökin til Copacabana-strandarinnar sem löngum hefur verið vinsæl meðal ferðamanna og í kjölfarið hafa lögregluyfirvöld í Ríó hert öryggisgæslu í borginni til muna. Átökin í grennd við Copacabana komu til vegna þess að fólk var borið út úr yfirgefnum byggingum í grennd við ströndina. Mörg hundruð manns særðust í átökunum, þar á meðal lögreglumenn og börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert