Meðlimir Boko-Haram í fangelsi

AFP

Dómstóll í Kamerún dæmdi í gær fjórtan meðlimi úr röðum íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko-Haram í tíu til tuttugu ára fangelsi. Mennirnir, sem voru handteknir í marsmánuði fyrir vopnaburð, viðurkenndu fyrir dómstólnum að þeir væru meðlimir samtakanna alræmdu.

Þeir höfðu bæði verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fyrir að undirbúa hryðjuverkaárás, að því er segir í frétt AFP. Meðlimir úr röðum samtakanna hafa á undanförnum mánuðum látið til skarar skríða í mörgum Afríkuríkjum, gert skotárásir á lögreglustöðvar, rænt börnum og myrt þúsundir manna, svo eitthvað sé nefnt.

Sam­tök­in Boko Haram voru stofnuð í Níg­er­íu árið 2002 og er mark­mið þeirra að berj­ast gegn vest­ræn­um áhrif­um og mennt­un í land­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert