Orrustuflugvélar orsökuðu skógareld

Flugvélarnar voru af gerðinni Tornado Fighter.
Flugvélarnar voru af gerðinni Tornado Fighter. Mynd/Wikipedia

Tvær ítalskar orrustuflugvélar skullu saman á æfingu í dag rétt hjá bænum Ascoli í Mið-austur Ítalíu. Vélarnar féllu í ljósum logum til jarðar í skóg og kviknaði út frá þeim töluverður skógareldur. 

Alls voru fjórir um borð í vélunum tveimur. Talið er að að minnsta kosti tveir þeirra hafi náð að skjóta sér út úr vélunum og bjargast, en hefur það ekki fengist staðfest. Hafin hefur verið leit að þeim umhverfis slysstaðinn. Unnið er nú að því að slökkva skógareldinn. 

Sjá frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert