36 látnir og 10 saknað

Að minnsta kosti 36 létust en tíu er enn saknað eftir að aurskriða féll í Hírósíma í Japan í nótt. Viðamikil leit stendur yfir í rústum húsa sem urðu undir aurskriðunni.

Meðal látinna er 53 ára gamall björgunarmaður sem var að störfum á hamfarasvæðinu er önnur aurskriða féll. Honum tókst að bjarga fimm manns úr leðjunni og koma þeim í öruggt skjól áður en hann varð undir skriðunni sem kostaði hann lífið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum í Japan.

Uppfært kl. 15:22: Tala látinna er nú orðin a.m.k. 36.

Unnið að björgun fólk úr rústum húsa í Hírósíma.
Unnið að björgun fólk úr rústum húsa í Hírósíma. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert