Sarkozy boðar endurkomu sína

Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, fyrrum forseti Frakklands. AFP

Fyrrum forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, tilkynnti endurkomu sína í frönsk stjórnmál á Facebook í dag.

Í yfirlýsingu sinni bauð hann fráhverfum kjósendum „nýjan möguleika í stjórnmálum“ en Frakkland gengur nú í gegnum erfiða tíma í efnahagsmálum.

Vangaveltur hafa verið uppi undanfarna mánuði um mögulega endurkomu Sarkozy. „Eftir langan umhugsunartíma, hef ég ákveðið að bjóða Frökkum nýjan pólitískan möguleika,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni. Hann sagði jafnframt að hann gæti ekki lengur „aðeins fylgst með stöðunni sem Frakkland er í.“

Á forsetaferli sínum öðlaðist Sarkozy gælunafnið „bling bling“ fyrir íburðarmikinn lífstíl sinn. Sarkozy tapaði fyrir Francois Hollande í forsetakosningunum 2012 og hét því að blaðamenn myndu aldrei heyra í honum aftur. 

En endurkoma hans kemur á tíma er fyrrum andstæðingur hans, Francois Hollande berst við efnahagsvandann í Frakklandi, en vinsældir hans hafa aldrei verið minni og nú.

Sérfræðingar segja að endurkoma Sarkozy gætu haft þveröfug áhrif og aukið vinsældir Hollande. 

Aðspurður hvort að sósíalistar í Frakklandi vilji Sarkozy aftur sagði franski stjórnmálamaðurinn Jean-Marie Le Guen, „Auðvitað! Við höfum verið einir í hringnum í tvö ár.“

„Þetta eru vissulega góðar fréttir,“ sagði stjórnmálafræðingur Eddy Fougier í samtali við AFP. „Góðar fréttir fyrir Francois Hollande, fyrir ríkisstjórnina og fyrir vinstrisinnaða.““

Sarkozy hefur haldið sig úr sviðsljósinu síðan hann tapaði í forsetakosningunum 2012. Hefur hann aðeins sést opinberlega á ópólitískum viðburðum, eins og tónleikum eiginkonu sinnar, Carla Bruni-Sarkozy.

Nafn hans hefur þó birst reglulega í fréttum, þá aðallega vegna lögsókna sem tengjast honum á einhvern hátt.

Hann var til að mynda ákærður í júlí fyrir spillingu og fyrir tilraun til þess að standa í vegi fyrir réttlæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert