Með ebólu en sendur heim

Heilbrigðisstarfsmaður í Líberíu undirbýr sig fyrir að sinna sjúklingum.
Heilbrigðisstarfsmaður í Líberíu undirbýr sig fyrir að sinna sjúklingum. AFP

Fyrsti sjúklingurinn sem greinst hefur með ebólu í Bandaríkjunum var upphaflega sendur heim af hjúkrunarkonu þrátt fyrir að hafa greint frá ferðalagi sínu til Afríku. Mistökin hafa vakið nokkrar áhyggjur enda er veiran bráðsmitandi en greint var frá veikindum mannsins í gær.

Hvorki nafn né þjóðerni mannsins hefur verið gefið upp, en hann flaug frá Líberíu til Texas til að heimsækja fjölskyldu sína. Maðurinn kom til Texas þann 20. september og var einkennalaus fram til 24.september.

Þann 26. september leitaði hann á sjúkrahús en tveir dagar liðu frá því að maðurinn var sendur heim og þar til hann kom aftur en þá var hann settur í sóttkví. Í millitíðinni gekk hann hinsvegar um meðal almennings og hafa nokkur börn sem hann átti samskipti við vera undir ströngu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.

Ástand mannsins mun vera alvarlegt en stöðugt.

Hátt í 3.500 manns hafa látist af völdum ebólu frá upphafi árs og yfir 7.000 hafa sýkst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert