Skógarbjörn stal GoPro-vél

Björninn nálgast myndavélina.
Björninn nálgast myndavélina. Skjáskot af Youtube

Forvitinn skógarbjörn í Bresku-Kólumbíu í Kanada hafði töluvert fyrir því að ná GoPro-myndavél sem sett hafði verið upp á brú í fylkinu.

Brúin er yfir á sem er stútfull af laxi og því er hún vinsæll áfangastaður grábjarna.

John Kitchin hafði sett upp nokkrar GoPro-myndavélar til að fylgjast með björnunum. Það sem hann gerði ekki ráð fyrir var að birnirnir hefðu áhuga á myndavélinni - frekar en laxinum í ánni. Björninn hljóp svo um með vélina í kjaftinum.

Vélin slapp ótrúlega vel að lokum. 

Gamanið byrjar á 3. mínútu upptökunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert