14 létust í sprengingu í Bagdad

AFP

Tvær bifreiðir hlaðnar sprengiefni sprungu á fjölförnum stöðum í höfuðborginni Bagdad í Írak í dag. AFP fréttaveitan greinir frá því að minnst 14 hafi látið lífið og 50 hafi slasast.

Fyrri sprengjan sprakk við spítala í shía-múslima hverfinu Sadr City, en þar létust að minnsta kosti níu og þá slösuðust 22 til viðbótar. Seinni sprengjan sprakk nálægt bensínstöð í Karrada, hverfi miðsvæðis í Baghdad sem ítrekað hefur verið ráðist á. Að minnsta kosti fimm létust og 28 slösuðust.

Sprengjuárásir, þar á meðal sjálfsmorðssprengiárásir, hafa aukist í borginni á síðustu dögum. Hryðjuverkahópurinn Ríki íslam, sem stjórnar ákveðnum hluta landsins, hefur lýst yfir ábyrgð á sumum árásanna, en liðsmenn hópsins hafa herjað markvisst á borgina upp á síðkastið.

Liðsmenn Ríki íslams hafa nú yf­ir­ráðum í stór­um hluta An­b­ar héraðs sem er vest­an við Bagdad. Síðustu vik­ur hafa þeir náð yf­ir­ráðum í borg­inni Hit og ráðist á höfuðborg héraðsins Rama­di. Hún er aðeins 112 kíló­metr­um frá Bagdad. 

Bíl­sprengj­ur eru nær dag­legt brauð í Bagdad. Telja Sam­einuðu þjóðirn­ar að minnst 1.119 manns hafi í síðasta mánuði fallið í vopnuðum átök­um í land­inu. Flest­ir þeirra eru al­menn­ir borg­ar­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert