Hrottafengin árás Boko Haram

Liðsmenn Boko Haram hafa staðið á bak við fjölmargar árásir.
Liðsmenn Boko Haram hafa staðið á bak við fjölmargar árásir. AFP

Liðsmenn íslömsku samtakanna Boko Haram í Nígeríu hafa myrt 48 í árás sem var gerð á hóp kaupmanna sem hugðust ferðast til Tsjad til að selja fisk.

Samtök fiskseljenda segja að sumir hafi verið skornir á háls á meðan aðrir voru bundnir og þeim svo drekkt í fljóti. Hann segir að árásarmennirnir hafi ekki notað skotvopn heldur hafi þeir notað eggvopn til að vekja ekki á sér athygli.

Árásin átti sér stað sl. fimmtudag en fregnir af henni voru fyrst að berast í dag. Liðsmenn Boko Haram eyðilögðu fjarskiptamöstur á svæðinu.

Boko Haram hafa því staðið á bak við tvær mannskæðar árásir á jafn mörgum dögum. Árásin á fimmtudag átti sér stað skammt frá þorpinu Doron Baga, sem er um 180 km norður af Maiduguri í ríkinu Borno. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert