Farþegarnir þurftu að ýta flugvélinni

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Það er örugglega margt skemmtilegra heldur en að vera gert að yfirgefa flugvélina sem þú ert að fara að ferðast með en því miður hún er frosin föst við flugbrautina. Þetta gerðist í Síberíu í gær þegar farþegar Tupolev þotu voru beðnir að fara út og ýta en 52 stiga frost var úti.

Einn farþeganna birti myndskeið af atvikinu á YouTube en þar sést hópur farþega ýta vélinni á snævi þakinni flugbrautinni í Igarka. 

Eftir að fréttir bárust af myndskeiðin tilkynntu samgönguyfirvöld í vesturhluta Síberíu að atvikið yrði rannsakað en hemlakerfi undirvagns farþegavélarinnar fraus við flugbrautina og dráttarbíl tókst ekki að hreyfa við vélinni.  Því voru farþegarnir beðnir um að koma út og aðstoða við að ýta vélinni á flugbrautina þar sem flugtak átti að hefjast.

Síberíubúar eru svo harðir af sér að það er ekki mikið mál fyrir þá að ýta frosinni flugvél eftir flugbrautinni, segir í dagblaðinu Komsomolskaya Pravda í dag sem fjallar um málið en eins hefur verið fjallað um þetta á galsafenginn hátt á samfélagsmiðlum.

Hægt var að horfa á myndskeiðið á YouTube en það hefur nú verið fjarlægt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert