Gagnrýndu notkun BBC á

Westminster-dómkirkjan í London sem Ukip-menn töldu mosku.
Westminster-dómkirkjan í London sem Ukip-menn töldu mosku.

Liðsmenn breska sjálfstæðisflokksins Ukip gagnrýndu breska ríkisútvarpið fyrir að gera óformlega skoðanakönnum um Nigel Farage, formann flokksins, fyrir utan mosku í London á þriðjudag. Í ljós kom hins vegar að „moskan“ var í raun Westminster-dómkirkjan.

Stjórnendur þáttarins Daily Politics á BBC stóðu fyrir óformlegri skoðanakönnun um Farage á þriðjudag. Þeir komu fyrir tveimur kössum og gátu gangandi vegfarendur sett litaðan bolta í annan hvorn þeirra til að segja hug sinn á leiðtoganum. Sást þáttarstjórnandi í myndskeiði standa fyrir utan íburðarmikla trúarlega byggingu.

Þetta féll ekki vel í kramið hjá þeim sem stjórnar Twitter-aðgangi Ukip-manna í kjördæmi Farage. Sá brást snöggt við og gagnrýndi augljósa frjálslyndisslagsíðu ríkisútvarpsins sem kæmi fram í því að það hefði valið að halda könnunina um Farange fyrir utan mosku.

Blaðamaður BBC, Gilles Dilnot, svaraði Ukip-liðum þó fljótlega um hvar myndskeiðið var tekið upp. Hann sendi um hæl hlekk á Westminster-dómkirkjuna með orðunum: „Ég er samt ekki viss um að þið finnið mosku þarna inni“.

Báðust Ukip-menn afsökunar í kjölfarið en tóku þó fram að fullyrðing þeirra um hlutdrægni BBC stæði enn.

Frétt The Guardian af „moskunni“ í Westminster

Nigel Farage, formaður Ukip.
Nigel Farage, formaður Ukip. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert