Hundur hleypur með hjálp þríviddarprentara

Derby getur loksins hlaupið almennilega.
Derby getur loksins hlaupið almennilega. Skjáskot af Youtube

Hundurinn Derby fæddist með afskræmda framleggi og án framloppna. Það þýðir að áður fyrr gat hann aðeins hreyft sig á mjúku yfirborði sem myndi ekki meiða hann. Derby var því heppinn þegar að Tara Anderson ættleiddi hann en hún er starfsmaður 3D System sem sérhæfir sig í þrívíddarprentun. 

Hönnuðir hjá 3D Systems og dýralæknar hafa nú sérhannað gervifætur sem hjálpa Derby að hreyfa sig. Í frétt Cnet kemur fram að áður fyrr var Derby með sérhannaða kerru sem hann gat hreyft sig í. Hún hjálpaði honum að komast á milli staða en leyfði honum ekki að hlaupa og kynnast öðrum hundum. 

Gervifæturnir voru sérhannaðir til þess að passa á framleggi Derby og tók það nokkra tíma að prenta þá með sérstökum iðnaðar þrívíddarprentara.

Í myndskeiðinu hér að neðan er hönnunin útskýrð og má jafnframt sjá Derby á fleygiferð á nýju fótunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert