Tsipras: Grikkland verður ekki gjaldþrota

Alexis Tsipras á ríkisstjórnarfundi í dag.
Alexis Tsipras á ríkisstjórnarfundi í dag. AFP

Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, segir að Grikkir muni standa við sínar fjárhagslegu skuldbindingar. 

Tsipras stýrði í dag sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi eftir að hafa sigrað í þingkosningunum sem fóru fram sl. sunnudag. Tsipras, sem er leiðtogi vinstriflokksins Syrizasegir að hann muni semja við lánardrottna í tengslum við 240 milljarða evra aðstoð til handa Grikkjum.

Forsætisráðherrann segir að grísk stjórnvöld muni ekki lengur láta kúga sig en tekur fram að viðræðurnar muni ekki snúast um átök. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þar segir, að Evrópusambandið sagt að grísk stjórnvöld skuli standa við sínar skuldbindingar. Verði Grikkland gjaldþrota muni það leiða til þess að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusamstarfið.

Grikkir féllust á að skera rækilega niður opinber útgjöld, lækka laun og eftirlaun og hefja víðtæka einkavæðingu gegn 240 milljarða evra láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB.

Kosningarnar á sunnudag voru þær fimmtu í Grikklandi á fimm árum. Á þeim tíma hefur gríska hagkerfið skroppið saman um fjórðung og atvinnuleysi farið yfir 25%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert