Undirbúningur loftslagsfundar hafinn

Franska leikkonan Marion Cotillard var með í för þegar François Hollande, forseti Frakklands, heimsótti Filippseyjar í dag til þess að undirbúa mikilvægan loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í desember. Þar þarf árangur að nást til að koma í veg fyrir alvarlegar loftslagsbreytingar.

Cotillard sagði að Filippseyjar væru eitt fyrsta land í heimi sem loftslagsbreytingar hafi skaðað verulega og vísaði þar til mikilla fellibylja sem hafa gengið yfir eyjarnar undanfarin ár. Filippseyingar séu jafnframt á meðal fyrstu þjóða heims sem geri sér grein fyrir því að eitthvað þurfi að gera til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert