Ekki auðvelt en nauðsynlegt

EPA

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, hvetur þingmenn á þýska þinginu til þess að samþykkja fjögurra mánaða framlengingu á björgunarpakka Grikklands. Hann segir að þetta sé ekki auðveld ákvörðun en nauðsynleg.

„Ég hvet þingið, alla þingmenn, til þess að hafna ekki beiðni fjármálaráðuneytisins. Hún er heldur ekki auðveld fyrir mig en er nauðsynlegt því að öðrum kosti verður fólk okkar fyrir miklum skaða og framtíð okkar,“ segir Schaeuble.

Þrátt fyrir að ýmsir þingmenn hafi haft ýmislegt út á málið að setja þá er talið fullvíst að það hljóti náð fyrir augum þingsins.

Óeirðir og slagsmál brutust út í Aþenu í gærkvöldi þar sem andstæðingar stjórnarinnar mótmæltu því að samningurinn hafi verið framlengdur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert