Handtökuskipun gefin út 32 árum síðar

Chez Jo Goldenberg veitingastaðurinn í París
Chez Jo Goldenberg veitingastaðurinn í París AFP

Frakkland hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur þremur mönnum sem eru grunaðir um að hafa átt aðild að árás á veitingastað gyðinga í París árið 1982. Einn þeirra býr í Noregi en hinir tveir í Jórdaníu og á Vesturbakkanum. 

Árásin á Chez Jo Goldenberg veitingastaðinn við rue des Rosiers í Mýrinni, þar sem fjölmargir gyðingar búa, kostaði sex lífið og 22 slösuðust. Það var um hádegi 9. ágúst 1982 sem handsprengju var kastað inn á veitingastaðinn sem var þéttsetinn. Í kjölfarið gengu tveir menn inn á veitingastaðinn og skutu á fólkið, alls um 50 manns, á staðnum með hríðskotabyssum.

Talið er að þrír til fimm hafi tekið þátt í árásinni en skæruliðasamtök Palestínumanna, Abu Nidal, voru sögð bera ábyrgð á henni. 

Þremenningarnir,  59 ára gamall íbúi í Ramallah á Vesturbakkanum, 56 ára gamall maður sem býr í Noregi og 62 ára gamall maður sem er búsettur í Jórdaníu. Handtökuskipunin var gefin út þann 20. febrúar sl. af Marc Trevidic rannsóknardómara sem fer fyrir rannsókninni.

Frétt Parisien

Frá Chez Jo Goldenberg veitingastaðnum í Mýrinni þann 9. ágúst …
Frá Chez Jo Goldenberg veitingastaðnum í Mýrinni þann 9. ágúst 1982. AFP
Chez Jo Goldenberg
Chez Jo Goldenberg AFP
Chez Jo Goldenberg
Chez Jo Goldenberg AFP
Franski rannsóknardómarinn Marc Trevidic sem sérhæfir sig í hryðjuverkarannsóknum.
Franski rannsóknardómarinn Marc Trevidic sem sérhæfir sig í hryðjuverkarannsóknum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert