Lést við að bjarga öðrum

Karlmaður, sem stökk niður á lestarteina í neðanjarðarlestarkerfi London til að bjarga öðrum manni, lést er hann varð fyrir lest. Maðurinn sem hann reyndi að bjarga er lífshættulega slasaður. Slysið átti sér stað á Old Street-lestarstöðinni í gærmorgun.

32 ára maður frá Manchester datt niður á lestarteinana. Annar maður, sem staddur var á stöðinni og var 35 ára gamall, reyndi að bjarga honum. Báðir urðu þeir fyrir lestinni. Sá sem datt á teinana var fluttur á sjúkrahús og er ástand hans alvarlegt. Sá sem reyndi að bjarga honum var einnig fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar, segir í frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert