Ógna saksóknara með byssu

Vopnaður maður heldur saksóknaranum Mehmet Selim Kiraz með valdi í …
Vopnaður maður heldur saksóknaranum Mehmet Selim Kiraz með valdi í dómshúsi í Instanbúl. AFP

Hópur vopnaðra vinstrisinna tók saksóknara í gíslingu í dómshúsi í Istanbúl í dag. Liðsmenn hópsins hóta að drepa saksóknarann ef ekki verður gengið að kröfum þeirra. Saksóknarinn hefur farið með mál sem varðar mótmælanda sem lést af sárum sem lögreglumenn veittu honum árið 2013.

Mehmet Selim Kiraz, saksóknari, var að rannsaka lát Berkin Elvan sem lést í mars í fyrra eftir að hafa verið í dái í 239 daga allt frá því að lögreglumenn beittu hann ofbeldi í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins  snemma sumars 2013.

Lögreglan í Istanbúl segir að viðræður staddi yfir við gíslatökumennina en róttækur hópur marxista hefur lýst ábyrgð á verknaðinum. Hópurinn hefur staðið fyrir röð árása undanfarin ár. Birti hópurinn meðal annars mynd sem sýnir grímuklæddan liðsmann hópsins beina byssu að höfði Kiraz.

Tyrkneskir fjölmiðlar segja að gíslatökumennirnir hafi gefið saksóknaranum frest til 15:30 í dag til að greina frá nöfnum lögreglumannanna sem bendlaðir eru við dauða mótmælandans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert