„Erfiðustu dagarnir í lífi mínu“

Hjónin David Goldberg og Sheryl Sandberg en hún segir að …
Hjónin David Goldberg og Sheryl Sandberg en hún segir að þó svo að hún hefði vitað hvað biði þeirra þá hefði hún ekki hikað við að ganga inn kirkjugólfið með Goldberg. Af Facebook síðu Roberts Goldbergs

Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Facebook, minntist eiginmanns síns, Davids Goldbergs, á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi en Goldberg lést af slysförum á föstudaginn 47 ára að aldri.

Hún segir að á sama tíma og hún sé niðurbrotin þá hafi hún verið heppin að hafa þekkt hann og eytt lífinu með honum.

 David Goldberg, framkvæmdastjóri SurveyMonkey, lést eftir að hafa rekið höfuðið í eftir fall af stigvél í líkamsrækt á hóteli í Mexíkó. Yfirvöld í Mexíkó hafa staðfest að Goldberg hafi látist á sjúkrahúsi þar í landi en fjölskyldan var í leyfi í strandbænum Punta Mita í Nayarit ríki.

„Dave og ég fengum alls ekki nægan tíma saman. En á sama tíma og ég er miður mín, líkt og ég er í dag, þá er ég þakklát. Jafnvel þessa síðustu daga sem hafa verið óviðbúið helvíti - erfiðustu dagarnir í lífi mínu - geri ég mér grein fyrir því hversu heppin ég hef verið,“ skrifar Sandberg.

„Ef einhver hefði sagt mér á brúðkaupsdag okkar Dave að þetta ætti eftir að gerast, að hann yrði tekinn frá okkur eftir aðeins 11 ár - þá hefði ég samt sem áður gengið inn kirkjugólfið með honum,“ skrifar Sandberg.

Fjölmargir hafa minnst Goldbergs, þar á meðal forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem minnist hans sem leiðtoga sem reyndi alltaf að hvetja aðra til dáða.

Slasaðist í líkamsrækt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert