Svartir menn skotnir af lögreglu

Bandarískur lögreglumaður að störfum. Mynd úr safni.
Bandarískur lögreglumaður að störfum. Mynd úr safni. AFP

Mikil mótmæli brutust út í höfuðborg Washington fylkis í Bandaríkjunum í dag eftir að tveir svartir menn voru skotnir og særðir af lögreglu. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bjór úr búð.

Mörg hundruð manns söfnuðust saman í miðborg Olympia í dag og umkringdu höfuðstöðvar lögreglu í borginni. Mennirnir sem voru skotnir eru stjúpbræður. Þeir heita Andre Thompson, 24 ára og Bryson Chaplin, 21 árs. Lögreglumaðurinn sem skaut þá er hvítur.

Samkvæmt frétt The Independent er Thompson í stöðugu ástandi en Chaplin alvarlega særður. Talið er að þeir muni báðir lifa af, en þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem lögregla notar vopn sín í borginni. 

Mótmælin í dag fóru friðsamlega fram og borgarstjóri Olympia, Stephen Buxbaum, hvatti íbúana til þess að halda ró sinni. 

Um klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma í gær hringdu starfsmenn Safeway búðar í lögreglu. Að sögn starfsmannanna reyndu tveir menn að stela bjór úr búðinni og köstuðu bjórflöskum í átt að starfsmönnum þegar þeir nálguðust þá. 

„Við viljum hjálpa samfélaginu okkar að vinna úr þessum erfiðu aðstæðum og hjálpa okkur að skilja þennan hörmulega atburð,“ sagði lögreglustjóri Olympia, Ronnie Roberts, á blaðamannafundi. 

Lögreglumaðurinn Ryan Donald er sá sem skaut mennina. Að sögn Donald skipti hópur lögreglumanna sér upp til þess að leita að mönnunum. Donald fann tvo menn á hjólabrettum sem pössuðu við lýsingu starfsmannanna. Nokkrum sekúndum heyrist Donald segja í talstöð sína að búið sé að skjóta. 

„Ég held að annar þeirra hafi orðið fyrir skoti, báðir eru að hlaupa,“ sagði Donald á upptökunni sem lögreglan í Olympia hefur gert opinbera. Á upptökunni má heyra Donald segja að einn mannanna hafi ráðist á sig með hjólabretti. „Ég reyndi að grípa vin hans,“ sagði Donal. „Þeir eru mjög árásargjarnir, bara svo þú vitir það.“

Samkvæmt lögreglustjóranum slasaðist Donald en ekki en „hafði rétt á að verja sig“ þar sem beitt var á hann vopni sem gæti leitt til dauða. 

Móðir mannanna sagði í útvarpsviðtali að lögregla hafi komið heim til hennar til þess að láta hana vita hvað hefði gerst. „Þó að þetta hafi verið þeir, þurfti að skjóta á á? Ég heyrði að annar þeirra hafði verið skotinn í bringuna. Var það nauðsynlegt? Ég held ekki,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert