Leiðtogi stjórnarandstöðunnar myrtur

Frá mótmælum í Búrundi.
Frá mótmælum í Búrundi. AFP

Einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrundí var skotinn til bana í Bujumbara, höfuðborg landsins, gær.

Zedi Feruzi, leiðtogi Friðar- og þróunarbandalagsins, var á göngu heim á leið, í lögreglufylgd, þegar skothríðin hófst. Einn af þremur lögreglumönnunum, sem gættu hans, féll einnig.

Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og er hans nú leitað.

And­stæðing­ar stjórn­valda í Búr­undí hópuðust sam­an á göt­um höfuðborg­ar­inn­ar á föstudag og hunsuðu þannig til­raun­ir lög­regl­unn­ar til að binda enda á margra vikna mót­mæli sem hafa kostað um tutt­ugu manns­líf.

Mót­mæl­in hóf­ust þegar Pier­re Nkur­unziza for­seti ákvað í apríl að bjóða sig fram í þriðja sinn en deilt er um það hvort hann hafi til þess laga­leg­an rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert