17 látnir í flóðum

AFP

Að minnsta kosti sautján hafa látist og tugir slasast í flóðum í bandarísku ríkjunum Oklahoma og Texas eftir úrhellisrigningu þar um helgina.

Í borginni Houston og nágrenni létust fjórir í ofsaveðri en vegna óveðursins fór allt á flot í borginni og enn er allt á floti í þessari fjórðu fjölmennustu borg landsins. Eins hafa skýstrókar valdið miklum usla í nokkrum ríkjum, samkvæmt frétt BBC. Áfram er spáð rigningu og roki á þessum slóðum. 

Þúsundir bifreiða eru á kafi í vatni í Houston og yfir eitt þúsund hús hafa eyðilagst. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er fastlega gert ráð fyrir að enn fleiri eigi eftir að finnast látnir í Texas og Oklahoma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert