Býður sig fram gegn Hillary

Martin O'Malley tilkynnti um framboð sitt í dag.
Martin O'Malley tilkynnti um framboð sitt í dag. AFP

Fyrrum ríkisstjóri Maryland í Bandaríkjunum, Martin O'Malley, hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna fyrir Demókrataflokkinn. „Saman verðum við að byggja upp hagkerfi sem virkar fyrir okkur öll,“ sagði O'Malley við stuðningsmenn sína þegar hann tilkynnti um ákvörðunina í Baltimore í dag.

O'Malley er vera með svipaðar skoðanir og Hillary Clinton í mörgu. Í ræðu sinni í dag eyddi hann töluverðum tíma í að kvarta yfir því hversu illa hafi gengið að ná böndum á fyrirtækjum á Wall Street. „Hvers vegna er enginn forstjóri af Wall Street frá árinu 2008 í fangelsi? Enginn. Ekki einn einasti!“

„Svona á hagkerfið okkar ekki að vera,“ sagði O'Malley.

Hann skaut síðan skotum á mótframbjóðanda sinn og líkti henni við Jeb Bush, líklegan frambjóðanda fyrir Repúblikanaflokkinn. „Forstjóri Goldman Sachs sagði nýverið við undirmenn sína að hann yrði sáttur ef Bush eða Clinton yrði forseti. Forsetaembættið er ekki krúna sem afhent er á milli tveggja konungsfjölskyldna. Við getum ekki byggt ameríska drauminn með því að hlusta bara á raddir hinna valda- og efnamiklu. Þau bera ábyrgð á því sem gerðist í hruninu og þau eru þau einustu sem græða á því sem hefur gerst síðan þá,“ sagði O'Malley.

Sjá frétt CBS

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert