Viðbúnaður í herstöð í Washington

Sjóliði gegnur fram hjá flotastöðinni í Washington. Myndin er úr …
Sjóliði gegnur fram hjá flotastöðinni í Washington. Myndin er úr safni. AFP

Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað í flotastöð bandaríska sjóhersins í Washington-borg eftir að tilkynning barst um að skotum hafi verið hleypt af þar í morgun. Engin merki hafa þó fundist um skothríð. Tólf manns féllu í skotárás í flotastöðinni fyrir tveimur árum.

Útgöngubann er enn í gildi í flotastöðinni og vegum í nágreninu lokað en lögreglan ræður nú við einstaklinginn sem hringdi í neyðarlínu í morgun. Á meðal þeirra bygginga sem hafa verið rýmdar er bygging 197 þar sem skotárás var gerð 16. september árið 2013.

Tólf óbreyttir borgarar létust og fjórir særðust þegar verktaki og fyrrverandi varaliðsmaður sjóhersins sem þjáðist af geðröskunum hóf skyndilega skothríð. Árásin var sú næst mannskæðasta sem gerð hefur verið á herstöðvar í Bandaríkjunum.

Flotastöðin er í suðausturhluta Washington-borgar og er elsta bækistöð bandaríska sjóhersins.

Frétt NBC Washington af ástandinu í flotastöðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert