Svefn kostaði fimmtán lífið

Wikipedia

Fimmtán landbúnaðarverkamenn létu lífið í morgun þegar bifreið sem fólkið var í lenti í árekstri við vörubíl í vesturhluta Tyrklands. Fram kemur í frétt AFP að fólkið hafi verið á leið til vinnu sinnar á vínekru í héraðinu Golmarmara þegar slysið átti sér stað.

Flestir hinna látnu eru konur eða 13 samkvæmt fréttinni. Ökumaður vörubílsins lifði slysið af og var fluttur á sjúkrahús. Haft er eftir héraðsstjóranum Erdogan Bektas að bílstjóri vörubílsins hafi að sögn sjónarvotta farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á bifreiðinni sem fólkið var í. Talið er að ökumaður vörubílsins hafi sofnað undir stýri. Lögreglurannsókn er hafin á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert