Svelti sig í fangelsi og dó

Mitchell svelti sig og lést í fangelsi.
Mitchell svelti sig og lést í fangelsi. Skjáskot/Independent

24 ára gamall  maður lést í fangelsi í Virginu í  Bandaríkjunum eftir fjögurra mánaða veru þar. Hann hafði verið færður þangað vegna gruns um þjófnað fyrir hluti að verðmæti fimm dollara, 652 íslenskar krónur. Independent greinir frá málinu.

Jamyacheal Mitchell átti við geðræn vandamál að stríða en hann var handtekinn í apríl. Hann var sakaður um að hafa stolið gosflösku, snickers og kökusneið úr búð. Honum var neitað um lausn úr fangelsi gegn greiðslu tryggingar.

Fjölskylda Mitchell telur að hann hafi dáið úr hungri, hann hafi svelt sig og neitað mat og lyfjum í fangelsinu.

Það átti að færa hann úr almennu fangelsi yfir á spítala fyrir fólk með geðræn vandamál en það var ekki pláss fyrir hann þar. Mitchell var því í venjulegu fangelsi þar til hann lést 19. ágúst.

„Hann var orðinn óeðlilega horaður. Hugur hans var farinn vegna þess að hann tók ekki lyfin sín,“ sagði frænka Mitchell sem er hjúkrunarkona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert