242 norskir fangar afplána í Hollandi

Fangavörður í Norgerhaven fangelsinu í Hollandi.
Fangavörður í Norgerhaven fangelsinu í Hollandi. AFP

Norsk stjórnvöld sendu í dag í fyrsta sinn fanga til afplánunar í Hollandi þar sem fangelsi í Noregi eru yfirfull.

„Fyrstu fangarnir eru komnir,“ segir Karl Hillesland, norskur yfirmaður Norgerhaven fangelsisins í Hollandi.

Þar sem norsk fangelsi eru yfirfull bíða meira en 1.000 norskir fanga eftir því að afplána dóma sína. Til að leysa vandamálið hefur Noregur tekið Norgerhaven-fangelsið í Hollandi á leigu.

Þessi ákvörðun hefur ekki farið vel í hollensku fangana sem voru fyrir Norgerhaven-fangelsinu. Þeir eru ósáttir við að þurfa að yfirgefa það sem hollenskir fjölmiðlar kalla „lúxus-fangaklefa“.

Í dag voru 25 norskir fangar fluttir til Hollands en á morgun munu Norðmenn taka formlega við rekstri fangelsisins við hátíðlega athöfn. 

Í Norgerhaven geta fangar sem afplána langa dóma m.a. ræktað eigið grænmeti, haft hænur, eldað sinn eigin mat og notið fagurs umhverfis. 

„Þetta er mjög notalegt fangelsi,“ segir Kenneth Vimme, sem afplánar nú 17 ára dóm fyrir morð. Hann verður nú Norgerhaven. Þar segir hann þó færri sjónvarpsstöðvar í boði fyrir fangana en í fangelsinu sem hann kemur úr, og við það er hann ósáttur. Þá segist hann telja að þar sem fangarnir voru margir hverjir fluttir þangað gegn vilja sínum muni það skapa vandræði. Sjálfur bauðst hann til að flytja. 

Af þeim 112 föngum sem voru fluttir frá Norgerhaven buðust 79 til þess. Hinir voru fluttir gegn sínum vilja.

Í framtíðinni munu 242 norskir fangar dvelja þar. Fjölskyldur þeirra hafa mótmælt þessari aðgerð. „Að afplána dóm svona langt frá heimahögunum breytir endurhæfingunni og kemur í veg fyrir heimsóknir fjölskyldunnar,“ segir formaður samtaka aðstandenda fanga við AFP. Hann segir að slíkt ferðalag geti reynst mjög kostnaðarsamt fyrir ættingjana. 

Fangarnir munu afplána sína dóm samkvæmt skilmálum norskra fangelsismálayfirvalda. Yfirmaður fangelsisins er norskur en annað starfsfólk verður hollenskt. Fangarnir verða fluttir til Noregs áður en afplánun lýkur. 

Hollendingar hafa einnig leigt út fangelsi til Belga. 

Fangaklefi í Norgerhaven fangelsinu í Hollandi.
Fangaklefi í Norgerhaven fangelsinu í Hollandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert