Færeyska stjórnin fallin?

Þinganes í Þórshöfn.
Þinganes í Þórshöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þegar búið er að telja um 65% atkvæða í kosningum til Lögþings Færeyja lítur út fyrir að stjórn fjögurra mið- og hægriflokka sé fallin.

Sambandsflokkur Kaj Leo Johannesen lögmanns hefur tapað 4,4% fylgi og eins og staðan lítur út núna missir hann eitt sæti á Lögþinginu. Útlit er fyrir að Javnaðarflokkurinn verði sigurvegari kosninganna en hann hefur bætt við sig 5,9% fylgi síðan í kosningunum 2011 og bætir við sig tveimur sætum á þingi eins og staðan er núna. 

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Kringvarpsins.

Eftir kosningarnar 2011 mynduðu Sambands- og Fólkaflokkurinn stjórn með tveimur minni flokkum, Miðflokknum og Framsókn. Miðað við eins og staðan er núna missir Fólkaflokkurinn 3,2% fylgi og missir tvö þingsæti. Miðflokkurinn tapar 0,9% fylgi milli kosninga en Framsókn bætir við sig 0,1% fylgi. Flokkarnir halda báðum þingsætum sínum ef áfram fer sem horfir.

Fyrri frétt mbl.is:

Tekist á um hjónabönd samkynhneigðra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert