Hætta við að nota táknmyndina

Táknmyndirnar tvær.
Táknmyndirnar tvær.

Táknmynd sem nota átti fyrir ólympíuleikanna í Tókíó 2020 verður ekki notað eftir að belgískur listamaður kvartaði yfir því að hún væri stolin. Listamaðurinn, Olivier Debie, benti á að táknmyndin væri svipuð táknmynd sem hann hefði hannað árið 2013 fyrir leikhúsið Theatre de Liege. Bæði hann og leikhúsið hafa hótað málsókn vegna málsins.

Hönnuður táknmyndarinnar fyrir ólympíuleikana, Kenjiro Sano, hefur viðurkennt að hafa hermt eftir efni sem hann fann á netinu. Táknmyndin var birt opinberlega í síðasta mánuði. Haft er eftir Toshio Muto, framkvæmdastjóra undirbúningsnefndar ólympíuleikanna, á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að þrátt fyrir að nefndin teldi táknmyndirnar ólíkar hefði verið ákveðið að fara aðra leið. Ekki væri líklegt að samstaða yrði um að nota táknmyndina áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert