Engin sprengja fannst á hótelinu

Frá Fredrikstad
Frá Fredrikstad Af Wikipedia

Lögregla í Frederikstad í Noregi hefur aflétt hættuástandi sem lýst var þar yfir fyrr í dag vegna sprengjuhótunnar á Quality hótelinu í miðborginni. Engin sprengja fannst á hótelinu en á þriðja tímanum í dag að staðartíma barst lögreglu sprengjuhótun í gegnum síma.

Lögregla segir símtalið hafa borist úr tíkallasíma ná­lægt stræt­is­vagna­biðstöð í miðborg Fredrikstad, nokk­ur hundruð metr­um frá hót­el­inu.

Samkvæmt frétt NRK hefur lögregla nú lokið aðgerðum við hótelið. Málið er þó enn í rannsókn og er reynt að finna út hver ber ábyrgð á hótuninni. Stór hluti borgarinnar var rýmdur stuttu eftir að hótunin barst en nú hefur hættuástandinu verið aflétt.

Fyrri frétt mbl.is: Sprengjuhótun í Noregi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert