„Breyttu án tafar stefnu þinni“

Vélin sem skotin var niður var af gerðinni Sukhoi Su-24.
Vélin sem skotin var niður var af gerðinni Sukhoi Su-24. AFP

„Þetta er tyrkneski herinn sem kallar. Þú nálgast nú lofthelgi Tyrklands. Breyttu án tafar stefnu þinni suður.“

Er þetta meðal þess sem fram kemur í hljóðupptöku sem tyrkneski herinn birti í kvöld og á að sanna að flugmenn rússnesku orrustuþotunnar voru varaðir við áður en flugvél þeirra var skotin niður af tyrkneska flughernum.

Fréttaveita AFP greinir frá því að viðvörun þessi hafi verið endurtekin nokkrum sinnum og sögð á ensku. Ekki kemur fram hvort hún hafi einnig verið sögð á öðru tungumáli.

Áður en rússneska herþotan brotlenti innan landamæra Sýrlands náðu flugmenn hennar að skjóta sér út úr brennandi vélinni. Annar þeirra var skotinn til bana í fallhlíf sinni á leið til jarðar en hinn lifði af. Sá sagði þá enga viðvörun hafa fengið áður en skotið var á þá.

„Við feng­um enga viðvör­un, hvorki um fjar­skipti né sjón­rænt. Það voru eng­in sam­skipti,“ sagði flugmaður­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert