Fengu ekki að spila út af konunum

Sinfóníuhljómsveit Teheran sést hér ásamt stjórnanda sínum Ali Rahbari
Sinfóníuhljómsveit Teheran sést hér ásamt stjórnanda sínum Ali Rahbari AFP

Hætt var við tónleika sinfóníuhljómsveitar Teheran á síðustu stundu vegna þess að konur voru meðal hljóðfæraleikara, segir hljómsveitarstjórinn sem ævareiður vegna þessa.

Að sögn Ali Rahbari var honum tjáð fimmtán mínútum áður en tónleikarnir áttu að hefjast að hætt hafi verið við þá. En tónleikarnir voru hluti af stórum íþróttaviðburði í Íran. Þegar hljómsveitin ætlaði að byrjað að spila þjóðsöng Írans var allt í einu tilkynnt að konur mættu ekki vera á sviðinu. Hann tiltekur ekki hverjir það voru sem bönnuðu konur á sviðinu og það kemur ekki heldur fram í frétt ISNA fréttastofunnar sem birti viðtalið við Rahbari.

„Ég móðgaðist og sagði að það væri ekki möguleiki fyrir mig að sætta við slík afskipti,“ segir Rahbari í viðtalinu og bætti við: „Annað hvort spilum við öll eða við förum.“

Íranskar tónlistarkonur hafa átt erfitt uppdráttar allt frá íslömsku byltingunni 1979. Þær mega ekki koma einar fram opinberlega og víða á landsbyggðinni er blátt bann við því að tónlistarkonur komi fram opinberlega. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem sinfóníuhljómsveitin í Teheran fær ekki að leika vegna kvenna sem eru í sveitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert