Viðvörun afturkölluð í kjölfar skjálfta

Eyríkið Vanuatu.
Eyríkið Vanuatu. Kort/Google Maps

Mikill jarðskjálfti skók eyríkið Vanuatu í kvöld og kjölfarið var gefin út flóðbylgjuviðvörun, sem var svo dregin til baka. Samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum var skjálftinn 7 stig og voru upptök hans á 35 km dýpi, um 209 km frá höfuðborginni Port Vila.

Samkvæmt viðvöruninni var óttast að skjálftinn gæti komið af stað flóðbylgju þar sem ölduhæð gæti náð þriggja metra hæð, en innan tveggja tíma var hún dregin til baka.

Blaðamaðurinn Moses Stevens í Port Vila sagði að sér væri ekki kunnugt um að skjálftinn hefði valdið neinum skemmdum í höfuðborginni en Dave Cross, yfirmaður ferðamannastaðar á eyjunni Espiritu Santo, sagði að skjálftinn hefði fundist vel þar.

Vanuatu situr á „Eldhringnum“, svæði þar sem jarðskjálftar og eldgos eru tíð vegna hreyfinga á flekamótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert