Sprengingar í Mogadishu

Reykur stígur til himins í Mogadishu eftir sprengingarnar.
Reykur stígur til himins í Mogadishu eftir sprengingarnar. Skjáskot af Twitter

Að minnsta kosti átta létu lífið þegar tvær kröftugar sprengjur sprungu nálægt flugvellinum í Mogadishu í Sómalíu í dag. Önnur sprengjan sprakk nálægt skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni.

Blaðamaður AFP á staðnum sagðist hafa heyrt skothvelli eftir sprengingarnar en önnur sprengjan er talin hafa verið bílasprengja.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert