Sektar ekki Spán og Portúgal

Valdis Dombrovskis.
Valdis Dombrovskis. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að sekta ekki Spán og Portúgal fyrir fjárlagahalla landanna. Þetta var tilkynnt í dag. Samkvæmt reglum evrusvæðisins verða ríki að halda árlegum fjárlagahalla innan við 3% af landsframleiðslu.

Valdis Dombrovskis, fulltrúi í framkvæmdastjórninni, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. Sektirnar hefðu getað numið allt 0,2% af landsframleiðslu ríkjanna tveggja samkvæmt reglum evrusvæðisins. Framkvæmdastjórnin ákvað hins vegar að grípa ekki til þess en talið er að ástæða þess sé vaxandi andúð á Evrópusambandinu í ríkjum þess sem meðal annars hafi lýst sér í ákvörðun breskra kjósenda að segja skilið við sambandið fyrr í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert