Martinelli verði framseldur til Panama

Ricardo Martinelli (til vinstri) ásamt Silvio Berlusconi fyrir fjórum árum …
Ricardo Martinelli (til vinstri) ásamt Silvio Berlusconi fyrir fjórum árum síðan. Luis PEREZ

Stjórnvöld í Panama hafa beðið Bandaríkin um að framselja fyrrverandi forseta landsins, Ricardo Martinelli.

Martinelli er sakaður um að hafa stundað njósnir gegn meðilmum stjórnarandstöðunnar á meðan hann var í embætti á árunum 2009 til 2014.

Talið er að hann búi í borginni Miami.

Martinelli, sem er viðskiptajöfur, er sakaður um spillingu og fyrir að hafa hlerað síma andstæðinga sinna og blaðamanna og fylgst með tölvupóstum þeirra.

Panama tilkynnti það fyrst í júní síðastliðnum að það vildi að Bandaríkin myndu handtaka og framselja Martinelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert