Öll Suður-Ástralía án rafmagns

Óveðursský á lofti. Myndin er úr safni og tengist efni …
Óveðursský á lofti. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. AFP

Rafmagnlaust er í öllu ríkinu Suður-Ástralíu þar sem um 1,7 milljónir manna búa eftir mikinn storm sem gekk þar yfir. Stormurinn er sagður einn sá öflugasti í Suður-Ástralíu í áraraðir en spáð er frekara illviðri. Ekki liggur fyrir hversu lengi rafmagnsleysið kemur til með að vara.

Suður-Ástralía er um það bil helmingi stærra en Frakkland. Mikið þrumuveður með vindhraða sem náði 140 km/klst, úrhellisrigningu og stórum hagléljum gekk þar yfir í dag. Tré brotnuðu, þök fuku og þúsundir heimila og fyrirtækja eru án rafmagns.

Forsætisráðherra ríkisins, Jay Weatherill, segist ekki vita hversu lengi rafmagnsleysið muni standa yfir og hefur varað fólk við að vera á ferðinni. Rafveitufyrirtækið SA Power Networks ráðlagði íbúum ríkisins að búa sig undir langavarandi rafmagnsleysi og að fara sparlega með rafhlöður farsíma.

Spáð er áframhaldandi stormi fram á fimmtudag í Suður-Ástralíu. Orkumálaráðherra Ástralíu, Josh Frydenberg, segir að spyrja þurfi alvarlegra spurninga um hvernig allt raforkukerfi stórs ríkis geti dottið út í óveðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert