Lögðu hald á 100 tonn af sígarettum

AFP

Spænska lögreglan lagði í dag hald á 100 tonn af ólöglegum sígarettum sem hafði verið smyglað til landsins, en þetta er mesta magn sem fundist hefur af ólöglegum sígarettum í landinu. Er áætlað söluverðmæti sígarettnanna um 16 milljónir evra. Lögreglan handtók 13 manns í aðgerðum sínum.

Sígaretturnar fundust í vöruhúsi í nálægt Valencia og í Badajoz í vesturhluta landsins. Mennirnir sem voru handteknir voru spænskir og pólskir ríkisborgarar. Lögreglan grunar þá um að hafa selt sígaretturnar á netinu.

Kom fram í tilkynningu frá lögreglunni að mennirnir hafi notað alls konar íbætiefni til að bæta bragð og lykt sígarettnanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert