Segja geðklofa ekki andlegan sjúkdóm

Lögreglumenn í Pakistan. Mynd úr safni.
Lögreglumenn í Pakistan. Mynd úr safni. AFP

Hæstiréttur í Pakistan hefur komist að þeirri niðurstöðu að geðklofi sé ekki andlegur sjúkdómur. Það gerir stjórnvöldum þar í landi kleift að taka Imdad Ali af lífi en hann er geðklofa. Ali var úrskurðaður geðveikur eftir að hann myrti klerk árið 2002.

Safia Bano, eiginkona Ali, hafði áfrýjað dómi mannsins síns á þeim grundvelli að hann væri andlega veikur. Hæstiréttur staðfesti dóminn yfir Ali í dag og komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að geðklofi væri ekki „varanlegur andlegur kvilli“.

Í úrskurðinum segir jafnframt að batahorfur Ali hafi batnað í kjölfar lyfjagjafar og meðferðar. Er því litið svo á að hægt sé að lækna geðklofa og því flokkast hann ekki sem andlegur sjúkdómur.

Lögmenn Ali hafa haldið því fram að hann skilji ekki glæpi og refsingu, heyri raddir og ofsjónir.

Sameinuðu þjóðirnar hafa látið í ljós skoðun sína þess efnis að það væri brot á alþjóðlegum lögum að taka Ali af lífi.

Niðurstaða Hæstaréttar þýðir að Ali gæti verið hengdur í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert