Enginn lifði af

AFP

Allir 48 sem voru um borð í farþegaþotu Pak­ist­an In­ternati­onal Air­lines (PIA) sem hrapaði til jarðar í norðurhluta Pakistan létu lífið. 

„Enginn lifði af,“ sagði talsmaður flugmálayfirvalda í Pakistan. Danyal Gilani, talsmaður Pakistan International Airlines, staðfesti það. Vélin var að fljúga frá Chitral til Íslama­bad og missti samband við flugturninn. 

Umrætt flugfélag hefur áður verið gagnrýnt fyrir að hafa öryggismál í ólesti. Árið 2006 fórst vél frá flug­fé­lag­inu með þeim af­leiðing­um að 44 lét­ust. 

Frétt mbl.is: Farþegaþota fórst í Pakistan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert