Flóðbylgjuviðvörun aflétt

Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig um 40 kílómetra austan við Solomon-eyjar.
Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig um 40 kílómetra austan við Solomon-eyjar. Skjáskot/Google maps

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið aflétt á svæði á Suður-Kyrrahafi í kjölfarið á stórum jarðskjálfta 70 kílómetra austan við Solomon-eyjar.

Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig klukkan 4.40 aðfaranótt föstudags að staðartíma. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Símasamband slitnaði og rafmagni sló út á sumum svæðum en engar fregnir hafa borist af skemmdum vegna skjálftanna.

Solomon-eyj­ar eru hluti af hinum svo­kallaða eld­hring á Kyrra­hafi, en það er svæði þar sem mikið er um jarðskjálfta og eld­gos vegna plötu­skila.

Frétt mbl.is: Flóðbylgjuviðvörun gefin út

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert