Sjö létust í lestarslysinu

Sprenging sem varð í gasflutningalest í Búlgaríu varð að minnsta kosti sjö manns að bana í þorpinu Hitrino í dag. Lestin var að fara í gegnum þorpið er sprengingin varð. Hún eyðilagði lestarstöð og hús í grenndinni skemmdust eða eyðilögðust. 

Búið er að leita í rústum á svæðinu. 29 voru lagðir slasaðir inn á sjúkrahús, níu þeirra eru í lífshættu. 23 hlutu minni háttar meiðsl. Yfirvöld vara við því að tala látinna kunni að hækka.

Í kjölfar sprengingarinnar fylgdi einnig mengun í Hitrino en hún er þó ekki talin stofna heilsu íbúanna í hættu.

Flutningalestin fór út af sporinu við lestarstöðina í þorpinu. Hún dró á eftir sér meira en tuttugu tanka af eldfimu gasi.

Tveir lestarvagnar lentu á rafmagnslínu sem olli mikilli sprengingu. 

Slysið varð kl. 3.37 í nótt að íslenskum tíma. Mikil eyðilegging fylgdi sprengingunni en um 1000 manns búa í þorpinu. 

Miklar skemmdir og eyðilegging fylgdi sprengingunni í þorpinu Hitrino.
Miklar skemmdir og eyðilegging fylgdi sprengingunni í þorpinu Hitrino. AFP
Eldar kviknuðu víða í kjölfar sprengingarinnar.
Eldar kviknuðu víða í kjölfar sprengingarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert