Vilja taka á móti fleiri flóttamönnum

Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. AFP

Talið er að allt að 160.000 manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu í spænsku borginni Barcelona í dag. Mótmælendur hvöttu ríkisstjórn landsins til að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna.

Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, hvatti borgarbúa til að „fylla göturnar“ og hrópa slagorð til stuðnings flóttamönnum.

Mótmælin eru haldin í kjölfar þess að Spánn ákvað að taka á móti 16.000 hælisleitendum árið 2015 en hefur einungis tekið á móti rúmlega þúsund flóttamönnum.

„Við krefjumst lágmarksvirðingar og að við tökum í það minnsta á móti 16.000 manns. Allir hér í Katalóníu munu taka þeim fagnandi,“ sagði einn mótmælenda í dag.

Þingkonan Merce Conesa sagði í vikunni að það væri skammarlegt hversu fáum flóttamönnum Spánn hefði tekið á móti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert