Reyna að ná vesturhluta Mósúl

AFP

Íraksher ásamt lögreglu náði yfirráðum í tveimur þorpum suður af Mósúl í nótt en stjórnvöld vonast til þess að ná yfirráðum yfir vesturhluta borgarinnar í dag. Mósúl er helsta vígi Ríkis íslams í Írak.

Abdulamir Yarallah, herforingi í Íraksher, segir að herinn hafi náð þorpunum Athbah og Al-Lazzagah á sitt vald og nálgist nú flugvöll borgarinnar eftir fjögurra mánaða umsátur um borgina. Í janúar náði herinn austurhluta Mósúl á sitt vald að nýju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert