Segir Bandaríkin ekki ásælast olíuna

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjaher ekki vera í Írak …
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjaher ekki vera í Írak af því að Bandaríkin ásælist olíu landsmanna. AFP

Bandaríkjaher er ekki í Írak vegna þess að Bandaríkin ásælist „olíu einhvers“. Þetta sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, áður en hann hélt í  óvænta heimsókn til Bagdad í dag. Mattis þykir með orðum sínum búa til visst bil milli sín og fyrri orða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Segir AFP-fréttastofan Mattis með þessum orðum leitast við að róa ráðamenn í Írak.

„Ég held að við öll sem erum í þessu herbergi, við öll sem erum Bandaríkjamenn höfum almennt greitt fyrir okkar olíu og gas og ég er viss um að við munum halda áfram að gera það í framtíðinni,“ hefur Reuters eftir Mattis sem ræddi við fréttamenn um ástæður ferðar sinnar til Íraks.

„Við erum ekki í Írak til að leggja hald á olíu einhvers.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert