Bjarga páfagauksungum frá veiðiþjófum

Komið er með örsmáa páfagauksunga í dýraathvarf í El Salvador.

Unnið er að því að stöðva veiðiþjófana og það þýðir að ala þarf unga sem gerðir eru upptækir upp meðal fólks. Síðan er þeim sleppt aftur út í sitt náttúrulega umhverfi.

Veiðiþjófarnir taka ungana oft úr hreiðrum áður en að þeir eru svo mikið sem búnir að opna augun. Dýrahirðarnir ala þá svo upp, gefa þeim orkumikinn mat sem í fyrstu þarf að sprauta upp í þá. 

Þegar þeir eru orðnir 3-4 mánaða gamlir er óhætt að sleppa þeim aftur út í frumskóginn, þar sem þeir eiga heima. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert