Verk talibana í Kabúl

AFP

Talibanar standa á bak við tvö sprengjutilræði í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í morgun. Nokkrir tugir særðust og einn lést auk tveggja manna sem frömdu árásirnar með því að sprengja sig upp.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir eru særðir þar sem sífellt berast fleiri fréttir af tjóni. Margir eru lífshættulega særðir. Önnur árásin var gerð við lögreglustöð í vesturhluta borgarinnar þar sem bílsprengja sprakk. Þar hafa einnig borist fregnir af skotárásum.

Nokkrum mínútum eftir að fyrri sprengjan sprakk sprengdi maður sig upp við skrifstofu leyniþjónustunnar í suðausturhluta borgarinnar. 

Talsmaður talibana, Zabihullah Mujahid, segir samtökin standa á bak við árásirnar og segir að þetta séu píslarvættisárásir í færslu sem hann skrifar á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert