25 barnshafandi konur létu lífið úr lifrarbólgu E

Barnshafandi konur eru sérstaklega viðkvæmdar fyrir sjúkdómnum. Mynd úr safni.
Barnshafandi konur eru sérstaklega viðkvæmdar fyrir sjúkdómnum. Mynd úr safni. AFP

25 óléttar konur hafa látið lífið úr lifrarbólgu E síðustu mánuði í flóttamannabúðum í Diffa í Níger síðustu mánuði. Heilbrigðisstarfsfólk segir að hægt sé að rekja faraldurinn til vatnsskorts, slæms hreinlætis og sorphreinsiaðgerða.

Diffa er við landamæri Níger og Nígeríu og búa að minnsta kosti 300.000 flóttamenn í búðunum sem margir þurftu að flýja hryðjuverkasamtökin Boko Haram.

Frá desember á síðasta ári og til 23. apríl létu eins og fyrr segir 25 óléttar konur lífið úr sjúkdómnum en 135 tileflli voru greind í Diffa. Læknar án landamæra í Níger hafa kallað eftir aðgerðum og sagt að aðstaðan í flóttamannabúðunum anni ekki fjöldanum. Læknar án landamæra hafa nú reynt að greina sjúkdóminn smemma og veita þeim sem greinast ókeypis læknisaðstoð.

Heilbrigðisráðherra Níger sagði í síðustu viku að stjórnvöld hefðu stjórn á faraldrinum en hvatti alla með einkenni lifrabólgu E að drífa sig á heilsugæslustöð án tafar.

Einkenni lifrabólgu E er hiti, höfuðverkur, uppköst, kviðverkir og dökkt þvag. Barnshafandi konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir sjúkdómnum.

Lifrarbólga E smitast í gegnum mengað drykkjarvatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert