Réðust á lögreglumenn á slysstað

Wikipedia

Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi á fimmtudaginn í Þýskalandi fyrir að ráðast á lögreglumenn og slökkviliðsmann árið 2015 sem voru að sinna umferðarslysi. Bifreið hafði verið ekið inn í ísbúð í bænum Bremervörde með þeim afleiðingum að tveggja ára drengur og 65 ára gamall maður létu lífið. Tveir bræður hins dæmda fengu sektir vegna málsins.

Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa hindrað lögregluna í störfum sínum á vettvangi slyssins þar sem nokkrir slösuðust alvarlega að auki. Maðurinn, sem er 27 ára gamall, fór inn fyrir svæði í kringum slysstað sem lögreglan hafði girt af til þess að taka myndband af því sem væri að gerast á símann sinn. Ekki var hins vegar sýnt fram á að teknar hefðu verið myndir eða myndband á símann af slysinu þar sem ekki var lagt hald á hann á staðnum.

Þegar lögreglan skipaði manninum að fara út fyrir svæðið lenti hann í átökum við lögregluna og slasaði tvo lögreglumenn. Þá réðst hann einnig á slökkviliðsmann. Mennirnir héldu því fram að þeir hefðu ekki verið í erindisleysu fyrir innan hið afgirta svæði þar sem þeir þekktu eiganda ísbúðarinnar og vildu kanna hvort það væri í lagi með hann. Lögfræðingar mannanna lögðu ennfremur áherslu á að ekki hefði verið sannað að þeir hefðu tekið myndir.

Fréttavefurinn Thelocal.de segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert